Blog Layout

Rue de Net á UTmessunni 2014

Feb 06, 2014

 

Rue de Net mun taka þátt í hinni árlegu UTmessu sem haldin er í Hörpu um helgina. UTmessan er stærsta upplýsinga- og tæknisýning sem haldin er hér á landi. Á föstudeginum 7. febrúar er ráðstefna og sýning fyrir tölvufólk en á laugardeginum 8. febrúar verður opið hús fyrir alla sem vilja fræðast og kynna sér hin ýmsu fyrirtæki sem eru á staðnum. Frítt er inn á laugardeginum og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi af dagskrá dagsins. Frekari upplýsingar um UTmessuna er hér ( http://utmessan.is/ )

Rue de Net verður með bás á 1. hæðinni og mun þar kynna Microsoft Dynamics NAV viðskiptakerfið, LS Retail ásamt sérlausnum tengdum því. Dæmi um sérlausnir má nefna beintengda vefverslun, viðskiptavinavef, rafræna reikninga, nýtt tíma- og verkskráningarkerfi og fleira. Starfsmenn Rue de Net munu vera með til sýnis beintengdu vefversluna og viðskiptavinavefinn. Komið endilega og sjáið hvernig þetta virkar!

Viltu vinna Heimsferð fyrir tvo?

Það verður nóg um að vera á básnum okkar þar sem við munum m.a. bjóða upp á rue-lótto sem er laufléttur leikur þar sem sýningargestir þurfa einungis að skilja eftir nafspjaldið sitt eða skrá sig á xx og þá eru þeir komnir í pottinn. Vinningurinn er ekki af verri endanum, Heimsferð fyrir tvo á veitingastaðnum Fiskfélaginu á Vesturgötu 2a.

Instagramleikur á vegum Microsoft á Íslandi

Microsoft á Íslandi mun svo vera með auglýsingagardínu frá Microsoft á básnum okkar. Ef þú tekur „selfie“ af þér og henni og Instagrammar myndinni merktri #msiceland, #utmessan og #ruedenet þá áttu möguleika á að vinna flottasta myndavélasímann á markaðunum í dag, Nokia Lumia 1020 síma.

Ruelausnir

Rue de Net hefur svo gefið út nýjan og glæsilegan bækling þar sem er að finna upplýsingar um vörur og þjónustu fyrirtækisins. Hér er hægt að nálgast hann hér (issuu) eða kíkja í básinn okkar og fá prentað eintak.

Hlökkum til að sjá ykkur!

The post Rue de Net á UTmessunni 2014 appeared first on Rue de Net.

Share by: