Rue de Net býður Netgíró í vefverslunarkerfi sínu

stjori • 18 February 2014

Á dögunum gerðu Rue de Net og Netgíró samkomulag um að Rue de Net bjóði greiðslumáta Netgíró í þær vefverslanir sem Rue de Net sér um að búa til og setja upp fyrir sína viðskiptavini.

Netgíró býður íslenskum neytendum upp á einföld og örugg netviðskipti með nýrri tækni. Viðskiptavinur sem verslar vöru með greiðslumáta Netgíró fær vöru afhenta strax en þarf ekki að greiða vöruna fyrr en eftir 14 daga. Viðskiptavinurinn getur því handleikið vöruna áður en greitt er. Viðskiptavinurinn þarf ekki að fylla út flókin skráningarform eða gefa upp viðkvæmar öryggisupplýsingar til netverslana. Kaupferlið er því einfalt, öruggt og þægilegt.

„Vefverslunarkerfi Rue de Net býður nú þegar uppá marga greiðslumáta eins og Paypal, Valitor, Borgun og kaup í viðskiptareikning. Nú bætist Netgíró í hópinn sem gerir vefverslunarkerfið okkar enn fjölbreyttara og einfaldara að kaupa með notkun þess. Takk Netgíró,“ segir Viktor Einarsson sérfræðingur í vefverslunum hjá Rue de Net.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.