Þjóðleikhúsið stígur inn í stafrænu byltinguna með Rue de Net

Karólína Ösp Pálsdóttir • 26 August 2020

Í dag skrifuðu Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins og Alfred B. Þórðarson framkvæmdastjóri hugbúnaðarhússins Rue de Net undir samning um innleiðingu á nýrri stafrænni afgreiðslulausn fyrir gesti Þjóðleikhússins, K3 Imagine. Innleiðing K3 Imagine er hluti af umbreytingarferli Þjóðleikhússins og helst í hendur við umbætur í áhorfendarýmum og aukna veitingaþjónustu við leikhúsgesti.

Stafræn tækni er að gjörbreyta upplifun fólks í öllum greinum, áður en langt um líður geta gestir Þjóðleikhússins afgreitt sig sjálfir á völdum stöðum í leikhúsinu. Það er spennandi að fá að vera fyrsti íslenski aðilinn sem nýtir sér þessa lausn og með þessu erum við að kippa leikhúsinu með myndarlegum hætti inn í nútímann, ef svo má segja. Snertilausar afgreiðslur skipta miklu máli í dag og þessi tækni bætir afgreiðslu, minnkar biðraðir og eykur möguleika áhorfenda til að nálgast vörur og þjónustu með auðveldum hætti með símanum. Viðmótið er eins og best verður á kosið miðað við nútímakröfur og við sjáum mörg skemmtileg tækifæri til að bæta upplifun leikhúsgesta í góðu samstarfi við Rue de Net.

„Við erum virkilega stolt af því að Þjóðleikhúsið hafi valið Rue de Net í þetta verkefni og við hlökkum til samstarfsins. Við sjáum að Þjóðleikhúsið er tilbúið til að stíga skrefið inn í framtíðina og við erum spennt að fá að fylgja þeim í þessa vegferð,“ segir Alfred B. Þórðarson, framkvæmdastjóri Rue de Net.

Sjálfsafgreiðsla er að gjörbreyta upplifun viðskiptavina í þjónustugeiranum og það hefur aldrei verið mikilvægara að geta boðið upp á þennan valkost. Með snertilausri sjálfsafgreiðslu fækkar snertiflötum á milli þjónustuaðila og viðskiptavina og munu biðraðir heyra sögunni til. Rue de Net er hugbúnaðarhús í upplýsingatækni sem aðstoðar fyrirtæki við val og innleiðingu á viðskipta- og verslunarlausnum og sérhæfir sig í persónulegri þjónustu þar sem þekking og reynsla sérfræðinga tryggir viðskiptavinum hámarks árangur.

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.