E n er snertilaus sjálfsafgreiðsla eingöngu bundnar við faraldra eða eru þær komnar til að vera? Við þekkjum flest sjálfsafgreiðslukassa í matvöruverslunum og vefverslanir, en þessar lausnir komu fram fyrir tíð COVID-19 og áður en hverju mannsbarni varð tamt að ræða um heimsfaraldur. „Áhuginn á snertilausum sjálfsafgreiðslulausnum hefur aukist mikið upp á síðkastið vegna COVID-19, og áhuginn á bara eftir að aukast enda hefur fólk uppgötvað hversu hentugar og þægilegar þessar lausnir eru,“ segir Alfred B. Þórðarson, framkvæmdastjóri Rue de Net Reykjavík.

K3 Imagine og framtíðin í snertilausum lausnum

Verslanir og önnur fyrirtæki kjósa í auknum mæli að bjóða upp á snertilausar lausnir fyrir viðskiptavini sína, en slíkar lausnir auka bæði þjónustuhraða og getu til þjónustu, sem hefur hvort tveggja jákvæð áhrif á fyrirtækið og viðskiptavini þess. Snertilaus sjálfsafgreiðsla K3 Imagine er ný lausn á Íslandi og viðbót við fjölbreytt vöruframboð  Rue de Net.

„K3 Imagine er glænýtt á markaðinum og kemur sérstaklega fram núna í framhaldi af COVID-19. Mikill áhugi er á lausninni og gaman er að segja frá því að Þjóðleikhúsið hefur undirritað samning um kaup og innleiðingu á K3 Imagine sem hluta af stafrænni vegferð sinni. Þjóðleikhúsið er svo sannarlega tilbúið til að stíga skrefið inn í framtíðina og við erum spennt að fá að fylgja þeim í þeirri vegferð,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, þjónustustjóri Rue de Net Reykjavík.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér