Blog Layout

Snertilaus sjálfsafgreiðsla í sérblaði Fréttablaðsins

Karólína Ösp Pálsdóttir • 28 August 2020

Áhugavert viðtal í sérblaði Fréttablaðsins, Hugbúnaður, við Alfred framkvæmdastjóra og Guðrúnu þjónustustjóra Rue de Net um Snertilausa sjálfsafgreiðslu.

Snertilaus sjálfsafgreiðsla er að verða sífellt meira áberandi á ýmsum sviðum verslunar og þjónustu. Með tilkomu COVID-19 faraldursins hefur krafan orðið æ brýnni enda fækkar smitleiðunum töluvert, samhliða því sem snertiflötum þjónustuaðila og viðskiptavina fækkar.

E n er snertilaus sjálfsafgreiðsla eingöngu bundnar við faraldra eða eru þær komnar til að vera? Við þekkjum flest sjálfsafgreiðslukassa í matvöruverslunum og vefverslanir, en þessar lausnir komu fram fyrir tíð COVID-19 og áður en hverju mannsbarni varð tamt að ræða um heimsfaraldur. „Áhuginn á snertilausum sjálfsafgreiðslulausnum hefur aukist mikið upp á síðkastið vegna COVID-19, og áhuginn á bara eftir að aukast enda hefur fólk uppgötvað hversu hentugar og þægilegar þessar lausnir eru,“ segir Alfred B. Þórðarson, framkvæmdastjóri Rue de Net Reykjavík.

K3 Imagine og framtíðin í snertilausum lausnum

Verslanir og önnur fyrirtæki kjósa í auknum mæli að bjóða upp á snertilausar lausnir fyrir viðskiptavini sína, en slíkar lausnir auka bæði þjónustuhraða og getu til þjónustu, sem hefur hvort tveggja jákvæð áhrif á fyrirtækið og viðskiptavini þess. Snertilaus sjálfsafgreiðsla K3 Imagine er ný lausn á Íslandi og viðbót við fjölbreytt vöruframboð  Rue de Net.

„K3 Imagine er glænýtt á markaðinum og kemur sérstaklega fram núna í framhaldi af COVID-19. Mikill áhugi er á lausninni og gaman er að segja frá því að Þjóðleikhúsið hefur undirritað samning um kaup og innleiðingu á K3 Imagine sem hluta af stafrænni vegferð sinni. Þjóðleikhúsið er svo sannarlega tilbúið til að stíga skrefið inn í framtíðina og við erum spennt að fá að fylgja þeim í þeirri vegferð,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, þjónustustjóri Rue de Net Reykjavík.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.
Share by: