Vefverslun Verkfæralausna komin í loftið

Karólína Ösp Pálsdóttir • 18 December 2019

Verkfæralausnir settu í loftið nýja vefverslun www.verkfaeralausnir.is um helgina en Verkfæralausnir eru í eigu og rekin af Vélum og Verkfærum. Vefverslunin inniheldur verkfærin þeirra og árið 2020 er stefnan sett á að gera viðskiptavinunum kleift að versla allt vöruúrvalið á netinu.

Vefverslunin byggist í grunninn á nopCommerce og er svo Vefverslunartengill Rue de Net nýttur í allar tengingar frá Dynamics NAV. Það hefur þann kost að vefverslunin sýnir alltaf réttar birgðatölur auk þess sem það auðveldar alla gagnageymslu, uppsetningu og greiningu, pantanir flæða inn í NAV og öllum upplýsingum er viðhaldið þar.

Við óskum þeim innilega til hamingju með glæsilegu vefverslunina og þökkum kærlega fyrir samstarfið.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.