Vilt þú stíga skref inn í framtíðina með snertilausri sjálfsafgreiðslu?

Karólína Ösp Pálsdóttir • 24 June 2020

Nýir tímar gera kröfur um breyttar þjónustuleiðir og aukin þægindi.

Snertilaus sjálfsafgreiðsla frá Rue de Net er nýtt og öflugt sjálfsafgreiðslukerfi byggt á K3 Imagine. Með snertilausri sjálfsafgreiðslu fækkar þú skrefum í þjónustu og lágmarkar aðkomu starfsfólks. Kerfið hentar fjölbreyttum hópi verslunar, sem dæmi má nefna veitingastaði, kaffihús, herbergisþjónustu og miðasölu.

Snertilaus sjálfsafgreiðsla inniheldur þrjár vefsíður; sjálfsafgreiðslusíðu , pöntunarsíðu  og afgreiðslusíðu . Á sjálfsafgreiðslusíðunni velur viðskiptavinurinn þær vörur sem hann vill kaupa, setur í körfu og greiðir með greiðslukorti. Pöntunin birtist strax á pöntunarsíðunni þar sem starfsfólk tekur pöntunina saman og breytir stöðu hennar. Viðskiptavinurinn getur svo fylgst með stöðu pantana á afgreiðslusíðunni sem bætir þjónustuferlið til muna.

Nýir tímar gera kröfur um breyttar þjónustuleiðir og aukin þægindi. Við stígum skrefið með þér.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.