Blog Layout

Rue de Net er LS Retail Gold Partner 2020

May 08, 2020

Við segjum stolt frá því að Rue de Net er LS Retail Gold Partner árið 2020 . Samstarfsaðilar sem fá þessa viðurkenningu eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í sölu og þjónustu á vörum LS Retail. Til að verða samstarfsaðili LS Retail þurfa fyrirtæki að standast strangar kröfur ásamt því að hljóta þjálfun í lausnum LS Retail.

Hugbúnaðarlausnir LS Retail hafa verið seldar um allan heim í gegnum víðtækt net viðurkenndra samstarfsaðila og er fjöldi þeirra orðinn um 380 í 88 löndum.

„Við hjá LS Retail erum ótrúlega stolt af árangri samstarfsaðila okkar og tryggð þeirra við vörur og lausnir LS Retail,“ segir Sigrún Dóra Sævinsdóttir, COO hjá LS Retail. „Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og sendum öllum samstarfsaðilum kærar þakkir. Við erum stolt af því að kynna Rue de Net sem LS Retail Gold Partner fyrir frábæran árangur á síðasta ári. Í gegnum árin hafa samstarfsaðilar okkar sýnt mikinn samstarfsvilja, seiglu og traust, og ég lít á samstarfsaðilahópinn sem einstakan í okkar atvinnugrein á heimsvísu. Samstarfsaðilarnir eru okkar styrkleiki og þar sem þeir eru alltaf til staðar fyrir okkur, styðjum við líka þétt við bakið á þeim, bæði á góðum tímum sem slæmum.”

Rue de Net aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við val og innleiðingu á viðskipta- og verslunarlausnum. Fyrirtækið býður upp á þrautreyndar viðskiptalausnir frá Microsoft og LS Retail, ásamt íslenskum sérkerfum frá Rue de Net. Dæmi má nefna Dynamics 365 Business Central frá Microsoft, sérkerfi fyrir banka, samþykktir og rafræna reikninga ásamt vefverslun. Hjá Rue de Net er mikil áhersla er lögð á persónulega þjónustu og að sérfræðingar fylgi málum frá upphafi til enda, frá sölu til afhendingar vöru, lausnar og þjónustu.

„Farsælt samstarf við samstarfsaðila og viðskiptavini er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur hjá Rue de Net og gefur þessi viðurkenning okkur kraft til að halda áfram á sömu braut.” segir Alfred B. Þórðarson framkvæmdastjóri Rue de Net. „Við leggjum mikinn metnað í að veita viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu ásamt því að finna réttu lausnina fyrir hvern og einn og þar kemur LS Retail sterkt inn.”

Share by: