Rue de Net er LS Retail Gold Partner 2020

Karólína Ösp Pálsdóttir • 8 May 2020

Við segjum stolt frá því að Rue de Net er LS Retail Gold Partner árið 2020 . Samstarfsaðilar sem fá þessa viðurkenningu eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í sölu og þjónustu á vörum LS Retail. Til að verða samstarfsaðili LS Retail þurfa fyrirtæki að standast strangar kröfur ásamt því að hljóta þjálfun í lausnum LS Retail.

Hugbúnaðarlausnir LS Retail hafa verið seldar um allan heim í gegnum víðtækt net viðurkenndra samstarfsaðila og er fjöldi þeirra orðinn um 380 í 88 löndum.

„Við hjá LS Retail erum ótrúlega stolt af árangri samstarfsaðila okkar og tryggð þeirra við vörur og lausnir LS Retail,“ segir Sigrún Dóra Sævinsdóttir, COO hjá LS Retail. „Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og sendum öllum samstarfsaðilum kærar þakkir. Við erum stolt af því að kynna Rue de Net sem LS Retail Gold Partner fyrir frábæran árangur á síðasta ári. Í gegnum árin hafa samstarfsaðilar okkar sýnt mikinn samstarfsvilja, seiglu og traust, og ég lít á samstarfsaðilahópinn sem einstakan í okkar atvinnugrein á heimsvísu. Samstarfsaðilarnir eru okkar styrkleiki og þar sem þeir eru alltaf til staðar fyrir okkur, styðjum við líka þétt við bakið á þeim, bæði á góðum tímum sem slæmum.”

Rue de Net aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við val og innleiðingu á viðskipta- og verslunarlausnum. Fyrirtækið býður upp á þrautreyndar viðskiptalausnir frá Microsoft og LS Retail, ásamt íslenskum sérkerfum frá Rue de Net. Dæmi má nefna Dynamics 365 Business Central frá Microsoft, sérkerfi fyrir banka, samþykktir og rafræna reikninga ásamt vefverslun. Hjá Rue de Net er mikil áhersla er lögð á persónulega þjónustu og að sérfræðingar fylgi málum frá upphafi til enda, frá sölu til afhendingar vöru, lausnar og þjónustu.

„Farsælt samstarf við samstarfsaðila og viðskiptavini er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur hjá Rue de Net og gefur þessi viðurkenning okkur kraft til að halda áfram á sömu braut.” segir Alfred B. Þórðarson framkvæmdastjóri Rue de Net. „Við leggjum mikinn metnað í að veita viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu ásamt því að finna réttu lausnina fyrir hvern og einn og þar kemur LS Retail sterkt inn.”

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.