Blog Layout

Virk notar QlikView

Dec 08, 2014

Virk hefur fest kaup á viðskiptagreindarkerfinu QlikView af Rue de Net Reykjavík. Virk mun hafa gífurlegan ávinning af QlikView, þar sem hugbúnaðurinn mun gera þeim kleift að sameina gögn frá mörgum upplýsingakerfum í eina sýn. Þetta gerir það að verkum að fyrirtækið getur búið til á fljótvirkan hátt mjög nákvæmar áætlanir, skýrslur og yfirlit sem byggja á nýjustu upplýsingum hverju sinni.

Virk er starfsendurhæfingarsjóður og sjálfseignastofnun sem var stofnaður árið 2008. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði. Hjá VIRK er veitt heildstæð þjónusta á sviði starfsendurhæfingar fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Hlutverk VIRK er að draga markvisst úr líkum á að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda eða slysa.

Rue de Net Reykjavík óskar Virk til hamingju með QlikView!

The post Virk notar QlikView appeared first on Rue de Net.

Share by: