Nýjungar í Business Central 26

Þóra Rue de net • 7 May 2025

Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. 

Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.

Spjallmennið veitir einfalda og þægilega lausn sem hjálpar við að draga fram helstu upplýsingar um viðskiptavini og lánardrottna. Þessi úrdráttur tekur mið af hlutverki og heimildum hvers notanda fyrir sig - þannig að notendur fá niðurstöður sem henta þeim best.

Stutta leiðin með spjallmenninu 🤖

Spjallað við Spjallmennið 

Vantar þig að finna gögn, leysa vandamál sem kunna að koma upp eða langar þig að læra nýja hluti í kerfinu? Með þessari viðbót getur Spjallmennið aðstoðað við notkun á viðbótum sem settar hafa verið upp í Business Central kerfinu þínu. Notendur geta spurt um síður, reiti og viðskiptaferla í uppsettum viðbótum. Þetta eykur bæði sjálfvirkni og skilvirkni. 


Sjálfvirk útfylling reita 


Það getur verið tímafrekt þegar starfsfólk þarf sífellt að slá inn sömu gögnin í Business Central. Það sparar því mikinn tíma að hafa aðstoðarmann eins og Spjallmennið sem fylgist með og stingur upp á viðeigandi gildum þegar við á. Það eina sem notandinn þarf að gera er að velja hvort hann vilji halda gildunum sem Spjallmennið leggur til.


Aukin þægindi og mikill tímasparnaður


  • Nú er hægt að minnka og stækkað upplýsingabox (factbox), reiti, dálka og glugga án þess að opna sérstillingarnar. 
  • PDF skjöl opnast beint í BC án þess að þurfa að hlaða þeim niður sem sér skrá - sem er frábær breyting og mikill tímasparnaður! 
  • Fleiri töflur fá "edit in excel" möguleikann! - Hversu mikil snilld 🙌
  • Hefur þig dreymt um að BC birti neikvæðar stærðir í sviga? Nú er það hægt! 


Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
28 April 2025
Þjónustukönnun Rue de Net 2025