Nýjungar í Business Central 26

Þóra Rue de net • 7 May 2025

Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. 

Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.

Spjallmennið veitir einfalda og þægilega lausn sem hjálpar við að draga fram helstu upplýsingar um viðskiptavini og lánardrottna. Þessi úrdráttur tekur mið af hlutverki og heimildum hvers notanda fyrir sig - þannig að notendur fá niðurstöður sem henta þeim best.

Stutta leiðin með spjallmenninu 🤖

Spjallað við Spjallmennið 

Vantar þig að finna gögn, leysa vandamál sem kunna að koma upp eða langar þig að læra nýja hluti í kerfinu? Með þessari viðbót getur Spjallmennið aðstoðað við notkun á viðbótum sem settar hafa verið upp í Business Central kerfinu þínu. Notendur geta spurt um síður, reiti og viðskiptaferla í uppsettum viðbótum. Þetta eykur bæði sjálfvirkni og skilvirkni. 


Sjálfvirk útfylling reita 


Það getur verið tímafrekt þegar starfsfólk þarf sífellt að slá inn sömu gögnin í Business Central. Það sparar því mikinn tíma að hafa aðstoðarmann eins og Spjallmennið sem fylgist með og stingur upp á viðeigandi gildum þegar við á. Það eina sem notandinn þarf að gera er að velja hvort hann vilji halda gildunum sem Spjallmennið leggur til.


Aukin þægindi og mikill tímasparnaður


  • Nú er hægt að minnka og stækkað upplýsingabox (factbox), reiti, dálka og glugga án þess að opna sérstillingarnar. 
  • PDF skjöl opnast beint í BC án þess að þurfa að hlaða þeim niður sem sér skrá - sem er frábær breyting og mikill tímasparnaður! 
  • Fleiri töflur fá "edit in excel" möguleikann! - Hversu mikil snilld 🙌
  • Hefur þig dreymt um að BC birti neikvæðar stærðir í sviga? Nú er það hægt! 


by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.