Nýjungar í Business Central 27

Hákon Logi Bergsson • 24 September 2025

Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me


Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina.

Þetta er kallað Advanced Tell Me, og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið:

  • Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu.
  • Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum.
  • Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda.


Hvernig virkja ég þetta?

Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni.

    Feature: Advanced Tell Me (preview)

Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega.

 

Af hverju ætti ég að prófa þetta?

  • Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar.
  • Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft.
  • Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
  • Business Central Standard Search

    Standard Search

    Standard Search

  • Business Central Advanced Search

    Advanced Search

    Advanced Search

    Button

Betrumbætur á Autofill með Copilot 


Copilot hefur nú enn meiri getu til að fylla út gögn á snjallan og áreiðanlegan hátt.

  • Áreiðanlegri niðurstöður – Copilot getur nú leitað eftir upplýsingum á netinu til að bæta og staðfesta gögn.
    Dæmi: Ef þú slærð inn nafn viðskiptavinar, getur Copilot sótt netfang og heimilisfang sjálfkrafa, jafnvel þó þau séu ekki til staðar í gagnagrunninum.
  • Betri tungumálastuðningur – Nú er stuðningur við 20 fleiri tungumál, sem gerir Copilot aðgengilegri fyrir fjölbreyttari notendahópa.

Til að nýta þessa virkni þarf að kveikja á Bing Search undir Copilot and agent capabilities stillingasíðunni.

Snjallari greining með Greiningaraðstoð (e. Analysis Assist)


Greiningaraðstoð (e. Analysis Assist) hefur verið stórbætt og er nú mun sveigjanlegri en áður. Þú ert ekki lengur bundinn við eina töflu – nú geturðu fengið gögn úr mismunandi töflum án þess að þurfa að tengja þær saman sjálfur.

 

Hvernig virkar þetta?

Ef þú biður um reiti eins og Vendor Name og Contact, sem eru ekki hluti af vörutöflunni (Items), þá greinir Copilot að Vendor No. sé til staðar og notar hann til að sækja viðeigandi upplýsingar úr Vendor töflunni.

Þessar upplýsingar birtast svo í samantektinni – án þess að þú þurfir að gera neitt flókið. Þetta sparar tíma og gerir greiningu mun skilvirkari.

Business Central MCP Server



MCP (Model Context Protocol) er samskiptastaðall sem gerir gervigreindarþjónum kleift að eiga bein og örugg samskipti við Business Central.

 

Með MCP geta þjónar nálgast rauntíma samhengi og aðgerðir (context og actions) sem eru í boði í kerfinu – án þess að þurfa sérsniðnar tengingar eða flókin API-köll.

 

Þetta auðveldar gervigreindarþjónum að túlka, vinna með og svara fyrirspurnum sem tengjast Business Central á skiljanlegan og gagnvirkan hátt.

Ný tegund reita - Concealed 



Með nýrri tegund á textareitum geta notendur stjórnað hvort gildi í reit sé sýnilegt eða falið, eftir því hvað hentar í hverju tilfelli.

  • Slide title

    Reitur þegar síða er opnuð

    Button
  • Slide title

    Reitur eftir að ýtt hefur verið á "Augað"

    Button
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.
28 April 2025
Þjónustukönnun Rue de Net 2025