RUE DE NET ER LS RETAIL DIAMOND PARTNER 2024

Andri Þór Jónsson • 29 May 2024

Rue de Net er LS Central Diamond Partner 2024

Við kynnum með stolti að Rue de Net er LS Central Diamond Partner árið 2024. Þetta er frábær viðurkenning fyrir okkur sem LS Retail samstarfsaðila, sem eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í sölu og þjónustu á vörum LS Retail.

Við hjá Rue de Net erum stoltir samstarfsaðilar LS Retail. LS sérhæfir sig í afgreiðslulausnum og er notað af rúmlega 110.000 fyrirtækjum í 156 löndum. 

Til þess að verða samstarfsaðili þurfa fyrirtæki að standast sérstakar kröfur og þjálfun frá LS Retail. Viðurkenndir samstarfsaðilar eru sérfræðingar í vörum og lausnum frá LS Retail, þekkja viðeigandi lög og reglur síns lands, geta veitt tæknilega aðstoð og boðið upp á sérsniðnar lausnir fyrir sína viðskiptavini.

Aðeins lítið hlutfall samstarfsaðila fá þann heiður að vera demantar en af öllum samstarfsaðilum LS á Íslandi er Rue de Net annar tveggja aðila sem ber tililinn. Viðurkenningin var afhent á árlegri ráðstefnu sem fór fram í Hörpu nú á dögunum.

“Samstarfsaðilar okkar spila gríðarlega mikilvægt hlutverk í að veita viðskiptavinum ráðgjöf um hvaða lausnir henta þeim best,” segir Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail. “Við hjá LS Retail erum ótrúlega stolt af samstarfsaðilum okkar og samgleðjumst yfir framúrskarandi árangri þeirra. Með því að sýna fram á víðtæka þekkingu á vörum LS Retail hafa þessir samstarfsaðilar skarað fram úr. Við erum stolt af því að kynna Rue de Net sem LS Retail Gold Partner, þökkum fyrir frábæran samstarfsvilja og óskum þeim til hamingju,” segir Magnús.

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.