NOX Medical í Business Central í skýinu
22 November 2023

Nox Medical hefur í samstarfi við Rue de Net innleitt Business Central SaaS fyrir starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Nox Medical hóf starfsemi sína á Íslandi fyrir 17 árum og sérhæfir sig í lausnum og tækni til að bæta svefn. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru víða um heim.
Til viðbótar við uppfærsluna í BC SaaS fólst hluti verkefnisins í að setja upp tengingar við viðskiptatengslalausn Business Central. Sá þáttur var unninn með hugbúnaðarhúsinu Arango

Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.
