Nova byrjar að nota rafræna reikninga

stjori • 20 December 2013

Eftir að Rue de Net setti rafræna reikninga upp fyrir Microsoft Dynamics NAV kerfi Nova hefur það nú bæst í hóp fyrirtækja sem nýta sér nýjustu aðferðir í reikningamiðlun. Nú sendir Nova reikninga rafrænt í gegnum skeytamiðlun og eftir nokkrar mínútur getur viðskiptavinur þeirra, sem einnig hefur aðgang að skeytamiðlun lesið reikninginn beint inn í viðskiptakerfi sitt. Útprentun, pappír, umslög og frímerki heyra sögunni til. Einfaldara og umhverfisvænna gerist það ekki.

Rafrænir viðskiptahættir munu veita Nova mikinn ávinning þar sem þetta mun lækka kostnað við sendingu og móttöku reikninga auk þess sem Nova mun ná betri tökum á ferlinu frá útgáfu reiknings til greiðslu.

Nova er annað stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins með yfir 100.000 viðskiptavini. Nova býður hefðbundna farsímaþjónustu bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki með áherslu á netið í símann.

Við hjá Rue de Net óskum Nova til hamingju með þessa nýju viðbót.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.