LS Central í skýinu

Karólína Ösp Pálsdóttir • 15 January 2021

Er kominn tími til að uppfæra verslunarkerfið? 

Viltu ávallt vera í nýjustu útgáfu með verslunarkerfið þitt? Viltu spara tíma og kostnað vegna vélbúnaðar?

LS Central í skýinu er öflugt og sveigjanlegt verslunarkerfi sem er byggt ofan á Microsoft Dynamics 365 Business Central. Verslunarkerfið er sérstaklega hannað fyrir atvinnugreinar á sviði matvöru, tískuvöru, verslunar- og veitingastaða sem og sérvöru. Verslunarkerfið er í öruggri hýsingu í kerfisveitu hjá Microsoft og notendafjöldi er breytilegur eftir þörfum. Þú greiðir aðeins eitt mánaðargjald og hýsingin er innifalin!

Með því að færa verslunarkerfið þitt í skýið sparar þú tíma og kostnað við uppfærslur í framtíðinni þar sem uppfærslurnar verða sjálfvirkar. Einnig mun uppsetning og rekstur vélbúnaðar og netþjóna heyra sögunni til. Leyfðu okkur að hjálpa þér að ná forskoti og komdu með okkur í skýið.

Helstu kostir LS Central í skýinu eru

  • Aukið öryggi
  • Minni kostnaður
  • Sjálfvirkar uppfærslur
  • Aðgengilegt hvaðan sem er

Nú bjóðum viðskiptavinum sem vilja færa sig í skýið upp á frábær tilboð. Hafðu samband og við klárum málið með þér!

The post LS Central í skýinu appeared first on Rue de Net.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.