Pei hnappur í LS Central verslunarkerfinu

Karólína Ösp Pálsdóttir • 8 April 2021

Í samstarfi við Greiðslumiðlun kynnum við Pei hnappinn í LS Central.

Hnappurinn einfaldar kaupferlið og virkjar greiðslubeiðnir beint á kassa eða í greiðsluposa frá Verifone. Þannig geta viðskiptavinir þínir valið að greiða snertilaust með Pei appinu. Eftir staðfestingu greiðslu er færslan merkt í verslunarkerfinu og skilað upp í bókhaldið. Uppgjörsmódúllinn fyrir Business Central sækir svo uppgjörið rafrænt frá Pei og færir sjálfvirkt á rétta lykla í bókhaldinu.

Einnig er hægt að nota Pei hnappinn ef viðskiptavinurinn kemst ekki á staðinn með því að senda rafrænan sölureikning ásamt greiðsluhlekk. Þegar smellt er á Pei hnappinn í LS Central fær viðskiptavinur send smáskilaboð eða tölvupóst ásamt Pei greiðsluhlekk. Viðskiptavinurinn staðfestir svo greiðslu á greiðslusíðu Pei eftir þeirri leið sem hentar, hvort sem það er með greiðslukorti, greiðslukröfu eða velur að dreifa greiðslunum til lengri tíma.

Einfalt er að bæta við Pei hnappi sem greiðslumáta fyrir viðskiptavini í LS Central. Hafðu samband og við græjum Pei hnapp hjá þér!

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.