Við erum Framúrskarandi, fjórða árið í röð!
Karólína Ösp Pálsdóttir • 22 October 2021

Rue de Net er Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo fjórða árið í röð!
Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu og viljum óska starfsfólki okkar til hamingju með þennan flotta árangur. Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á þeirra framlagi og dugnaði ár eftir ár.
Í 12 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.
The post Við erum Framúrskarandi, fjórða árið í röð! appeared first on Rue de Net.

Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.
