Ný vefverslun Pennans Eymundssonar komin í loftið

stjori • 12 July 2017

Varla þarf að kynna Pennann eða Eymundsson fyrir nokkrum Íslending en Penninn Eymundsson rekur verslanir um land allt með frábært úrval af bókum, ritföngum, húsgögnum, gjafavöru, töskum ofl.
Penninn Eymundsson rekur 16 verslanir um land allt undir nafninu Penninn Eymundsson og þar á meðal tvær ferðamannaverslanir undir merkjum Islandiu, í Bankastræti og í Kringlunni. Einnig má finna húsgagnaverslun og fyrirtækjaþjónustu Pennans Eymundssonar í Skeifunni.

Í mars síðastliðnum setti Penninn Eymundsson í loftið nýja vefverslun á www.penninn.is og nú í júní kom önnur útgáfa vefsins út þar sem vörumerkin tvö, Penninn og Eymundsson, sameinast í eina vefverslun. Tilgangur nýju vefverslunarinnar er að bjóða viðskiptavinum Pennans Eymundsson upp á betri þjónustu og einfaldari og öruggari leið til að versla á netinu. Frábært vöruúrval má finna á vefnum og tugþúsundir vara eru þar í boði.
Framendinn er skrifaður í vefumsjónarkerfinu Drupal en Vefverslunartengill Rue de Net er nýttur fyrir allar tengingar inn í Dynamics NAV og má nefna að allar vörur, verð, greiðsluleiðir, pantanir, vildarklúbbskjör og annað slíkt eru speglaðar á milli NAV og vefverslunarinnar.
Einnig eru verðútreikningar fyrir pantanir gerðar í gegnum Vefverslunartengilinn og útreikningurinn er beintengdur kassakerfi Pennans svo sömu kjör fyrir viðskiptavini eru í boði í vefverslun og á kassa út í verslun.

Við viljum nýta tækifærið og óska Pennanum Eymundsson til hamingju með nýja stórglæsilega vefinn og einnig viljum við þakka starfsmönnum Pennans Eymundssonar fyrir frábært samstarf og þá sérstaklega Róberti Dan deildarstjóra Upplýsingatæknisviðs

Fara á nýja vef Pennans Eymundssonar !

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.