TORGIÐ
RAFRÆNIR
reikningar
Fáðu betri stjórn yfir ferli reikninga og heildrænni yfirsýn á birgðastöðu í Business Central með rafrænum viðskiptum.
Með viðbótinni er sending, móttaka og skráning reikninga orðin sjálfvirk frá birgjum og viðskiptavinum. Umhverfisvæn leið sem einfaldar þér lífið og sparar tíma með villuhættu í lágmarki.
Enginn pappír ekkert rugl!


Sjálfvirkni í fyrirrúmi
.
- Sending reikninga til viðskiptamanna
- Móttaka reikninga frá birgjum
- Vörpun upplýsinga
- Kerfið lærir og verður með tímanum sjálfstætt
Hvernig virkar þetta ?
Reikningar og pantanir frá viðskiptavinum og birgjum lesast sjálfvirkt í viðskiptakerfið mínútum eftir bókun þeirra. Viðbótin styður EDI og BII staðla.
Flóknari reikningar krefjast lítillar handvirkrar vinnu þannig að á fljótlegan hátt er hægt að lesa inn pantanir frá viðskiptavinum, senda reikninga og taka við reikningum frá birgjum.
Með sjálfvirkri rafrænni vinnslu reikninga og pantana og vörpun upplýsinga úr þeim þá er áreiðanleiki og rekjanleiki mun meiri en áður.
Fáðu sem mest út úr þínu viðskiptakerfi.
