TORGIÐ
TOLLUR
Viðbót í Business Central sem einfaldar ferlið fyrir innkaup og tollafgreiðslu því það er einstaklega notendavænt, sjálfvirkt og aðgengilegt. Byggir á SAD tollskýrslu fyrir innflutning samkvæmt nýjustu uppfærslu Skattsins. Rafræn samskipti við Skattinn, sjálfvirk villuathugun ásamt bókun pantana beint úr tollskýrslu tryggir skjóta afgreiðslu og rétt birgðaverðmæti í kerfinu. Myndar kostnaðarverð fyrir erlend innkaup og hægt að vinna tollskýrslur fyrir þriðja aðila, tollmiðlaravirkni.
Allt tollafgreiðsluferlið á einum stað!


Sjálfvirkni í fyrirrúmi .
- Sjálfvirk bakfærsla aðflutningsgjalda
- Rafræn meðhöndlun á afgreiðslu 2
- Grunngögn sótt með einum smelli úr skýinu
- Sjálfvirk villuathugun
- Bóka móttöku innkaupa beint úr tollskýrslu
- Innkaupareikningur myndast sjálfkrafa með kostnaðarauka vöru við móttöku skuldfærslu
EDI samskipti
.
TOLLUR styður EDI samskipti til tolls í gegnum skeytamiðlun Deloitte og Unimaze. Þar með er tollskýrslan send rafrænt til tolls og hægt er að fylgjast með stöðu hennar í kerfinu. Hægt er að lesa EDI svör til baka frá tollinum og gera lagfæringar ef þörf er á. Öll gögn eru aðgengileg í rauntíma sem sparar bæði tíma og kostnað.

Tollakerfið frá Rue de Net hefur komið skemmtilega á óvart sérstaklega hversu einfalt og notendavænt það hefur reynst, kerfið hugsar fyrir öllum aðgerðum sem nútíma innflutningur þarf á að halda. Rue de Net hefur einnig reynst okkur afskaplega vel í innleiðingu og kennslu á Tollakerfinu sem og Business Central viðskiptakerfinu.
Fáðu sem mest út úr þínu viðskiptakerfi.
