Hefur þú kynnt þér Document Capture?

Karólína Ösp Pálsdóttir • 14 December 2020

Viltu sjálfvirknivæða reikningagerð í Business Central? Já, það myndi einfalda lífið!

Er orðið þreytt að handslá inn alla reikninga og öll skjöl? Viltu spara tíma við móttöku og skráningu reikninga og skjala?

Með Document Capture frá Continia er hægt að gera hvert skref í daglegri vinnslu reikninga sjálfvirkt, allt frá móttöku og skráningu skjala, til endurskoðunar og skýrslugerðar. Kerfið sækir sjálfkrafa skrár frá skilgreindum netföngum og innbyggð OCR-tækni les svo skjölin og úthlutar þeim í rétt verkflæði til samþykktar og skjalavörslu.

Document Capture styður fjölbreytt úrval skjalagerða ásamt PDF skjölum og rafrænum skjölum á XML formum. Lausnin notar sjálfkrafa skráningar-, samþykkis- og bókunarreglur sem gera þér kleift að umbreyta XML skjölum í innkaupareikninga og jafnvel bóka reikningana sé þess óskað.

Helstu kostir þess eru

• Sjálfvirk uppsetning
• OCR tækni til að lesa skjöl
• Tekur við öllum XML formum
• Hægt að skrá eitt eða mörg skjöl í einu

Hafðu samband og fullkomnaðu reikningaferlið með Document Capture!

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.