Viltu losna við fyrirspurnir um reikninga og hreyfingayfirlit í janúar?

Karólína Ösp Pálsdóttir • 3 December 2020

Fer mikill tími í að senda út hreyfingayfirlit og afrit af reikningum til viðskiptavina? Viltu að viðskiptavinir þínir geti hjálpað sér sjálfir með einfaldar fyrirspurnir?

Með Viðskiptavinavefnum gerir þú viðskiptavinum þínum kleift að skoða reikningsviðskipti sín við fyrirtækið þitt á netinu. Viðskiptavinir einfaldlega skrá sig inn á Mínar síður og með nokkrum smellum geta þeir fengið aðgang að öllum upplýsingum sem þeir þurfa, dæmi má nefna hreyfingayfirlit, afrit af reikningum, stöðu viðskiptaskuldar og tollskýrslur.

Viðskiptavinavefurinn er viðbót við viðskiptakerfið Microsoft Dynamics 365 Business Central. Vefurinn er bæði auðveldur og þægilegur í notkun og getur þú sérsniðið útlit hans eftir þínu höfði. Með Viðskiptavinavefnum býður þú upp á framúrskarandi þjónustu og sparar um leið bæði tíma og kostnað.

Helstu kostir Viðskiptavinavefs Rue de Net

  • Sparar tíma og kostnað
  • Beintengist við Business Central
  • Reikningar sýnilegir strax við bókun
  • Mikilvægar upplýsingar á öruggum stað

Byrjaðu að veita framúrskarandi þjónustu strax í dag!

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.