Rue de Net setur upp Alipay hjá Pennanum Eymundsson á Keflavíkurflugvelli

stjori • 12 November 2018

Á dögunum setti Rue de Net upp Alipay hjá verslun Pennans Eymundssonar í Leifsstöð, sem gerir þeim nú kleift að taka á móti greiðslum í gegnum Alipay.

Alipay er vinsælasta farsímagreiðsulausnin á kínverskum markaði með yfir 800 milljón virka notendur og er snjallgreiðslumarkaðurinn í Kína sá stærsti í heiminum. Mikil aukning hefur verið á kínverskum ferðamönnum hér á landi síðustu ár og er þetta því frábær viðbót til að bæta þjónustustig við þennan hóp ferðamanna.

Verslanir Pennans Eymundssonar eru einar af stærstu bóka- og rekstrarvöruverslunum landsins og rekur fyrirtækið verslanir um land allt.

Við hjá Rue de Net óskum Pennanum til hamingju með þessa nýju viðbót.

Ef þú hefur áhuga á að fá Alipay sem greiðslulausn í þinni verslun endilega sendu okkur  línu  og við verðum í sambandi.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.