Blog Layout

Snertilaus sjálfsafgreiðsla í leikhúsbókabúð Þjóðleikhússins

Nov 27, 2020

Gaman er að segja frá því að nú er hægt að kaupa leikhúsbækur með snertilausri sjálfsafgreiðslu í leikhúsbókabúð Þjóðleikhússins. Þar má finna leikhúsbækur af ýmsu tagi, en dæmi má nefna leikrit, leikritasöfn, fræðirit og skáldverk sem tengjast leiksýningum Þjóðleikhússins.

Innleiðing á snertilausri sjálfsafgreiðslu fyrir bókabúðina er einn af nokkrum fösum innleiðingar á afgreiðslukerfinu K3 Imagine hjá leikhúsinu. Með sjálfsafgreiðslunni leggur viðskiptavinur símann sinn upp að afgreiðslunema, þá opnast sjálfsafgreiðslusíða þar sem viðskiptavinurinn velur þá bók sem hann vill kaupa, setur í körfu og greiðir svo fyrir með símanum sínum.

„Við er mjög ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á snertilausa sjálfsafgreiðslu í leikhúsbókabúð Þjóðleikhússins og hlökkum til að innleiða hana enn frekar á næstu mánuðum,” segir Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðs og upplifunar hjá Þjóðleikhúsinu.

Leikhúsbókabúðin er opin á opnunartíma miðasölunnar og á sýningarkvöldum. Við óskum Þjóðleikhúsinu innilega til hamingju með glæsilega bókabúð og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Share by: