Rue de Net setur upp vefverslun fyrir Sindra

stjori • 22 November 2013

Rue de Net og Sindri hafa gert með sér samning um uppsetningu á vefverslun fyrir fyrirtækið. Felst verkefnið í aðlögun vefverslunar Rue de Net og beintengja hana við Microsoft Dynamics NAV viðskiptakerfi Sindra.

Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Sindra segir Rue de Net Reykjavík hafa verið augljósan kost þegar kom að því að setja upp vefverslun hjá þeim. „Rue de Net Reykjavík hefur áralanga reynslu á sviði Microsoft Dynamics NAV og sérlausnum tengdu því.  Það var augljós kostur að velja Rue de Net til að setja upp vefverslun hjá okkur þar sem við höfum haft gott samstarf við fyrirtækið og kunnum sérstaklega vel að meta persónulega þjónustu þar sem málin eru leyst fljótt og nákvæmlega,“ segir Kristján.

„Þetta er eitt stærsta vefverslunarverkefni sem Rue de Net Reykjavík hefur komið að til þessa og er það okkur sönn ánægja að eitt fremsta innflutningsfyrirtæki landsins velji okkur í þetta mikilvæga verkefni, segir Alfred B. Þórðarson, framkvæmdastjóri Rue de Net.

Óskar Rue de Net Sindra til hamingju með nýju vefverslunina sína.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.