Fréttir

Fréttir

Allskonar að gerast 


22 Nov, 2023
Nox Medical hefur í samstarfi við Rue de Net innleitt Business Central SaaS fyrir starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Nox Medical hóf starfsemi sína á Íslandi fyrir 17 árum og sérhæfir sig í lausnum og tækni til að bæta svefn. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru víða um heim. Til viðbótar við uppfærsluna í BC SaaS fólst hluti verkefnisins í að setja upp tengingar við viðskiptatengslalausn Business Central. Sá þáttur var unninn með hugbúnaðarhúsinu Arango
20 Nov, 2023
RAX vöruhús ehf hefur í samstarfi við Rue de Net tekið upp vöruhúsahluta flutningakerfislausnar frá hollenska fyrirtækinu Boltrics. Rax sinnir einnig vöruflutningum. Þetta er annað vöruhúsakerfi Boltrics sem Rue de Net setur upp. Boltrics flutningskerfið samanstendur af þremur hlutum. Í fyrsta lagi er vöruhúsahlutinn WMS fyrir fyrirtæki sem eru með vöruhús fyrir þriðju aðila. Annar hluti lausnarinnar – FFS er lausn fyrir fyrirtæki í sjó og flugfrakt. Þriðji hluti kerfisins er TMS – aksturskerfi fyrir flutningafyrirtæki með landflutninga fyrir þriðju aðila. Boltrics flutningakerfislausnirnar eru notaðar um allan heim og er Rue de Net endursöluaðili kerfisins á Íslandi.
Vaxa Farm - Rue de net
06 Mar, 2023
Vaxa Farm ( www.vaxafarm.is ) í samvinnu við Rue de Net hefur innleitt skýjalausn Business Central SaaS. Einnig voru settar upp sérlausnir Rue de Net, m.a. bankakerfi, samþykktarkerfi og rafræna reikninga. Vaxa er hátæknifyrirtæki sem stundar lóðrétta ræktun á salati og kryddjurtum. Vaxa nýtir sér m.a. samsetningarhluta BC SaaS. Með honum greinir fyrirtækið alla kostnaðarþætti og þróun hans á vaxtartíma afurðanna. Rue de Net þjónustar lausnir sænska fyrirtækisins Continia og í þessu verkefni voru lausnir Continia samþættar við BC SaaS. Annars vegar expence management – umsjónarkerfi fyrir útlagðan kostnað og hins vegar Document Capture sem skannar inn pdf skjöl og umbreytir í staðlað rafrænt skjal sem hægt er að fleyta áfram inn í bókhaldsferlið.
Zara - Rue de net
06 Mar, 2023
Verslunarkeðjan Zara ( www.zara.com/is ) hefur í samvinnu við Rue de Net uppfært sín fjárhags- og upplýsingakerfi í skýjalausn Business Central SaaS og LS Central SaaS. Fyrirtækið nýtir einnig ýmis sérkerfi Rue de Net, s.s. tollakerfi, samþykktarkerfi og samþykktarvef ásamt bankakerfi Rue de Net. Verslanir Zöru á Íslandi eru hluti af fyrirtækinu Högum og móðurfélagið er sænska samsteypan Inditex. Stærsti hluti verkefnisins var að samþætta gagnastreymi milli íslenska rekstraraðilans og móðurfélagsins. Samþættingin flytur söluupplýsingar, birgðaupplýsingar, tollagögn og vöruupplýsingar sjálfvirkt milli kerfa Inditex á Spáni og LS Central á Íslandi. Það gerir kleift að halda íslenskt bókhald, afgreiða íslenskar pantanir úr vefverslun zara.com og sjálfvirknivæða stærsta hlutann af bakvinnslu verslunarinnar.
Mekka Wines&Spirits
15 Nov, 2021
Mekka Wines&Spirits og Rue de Net hafa undirritað samstarfssamning vegna innleiðingu á Business Central viðskiptakerfi í skýinu ásamt sérlausnum. Samstarfið innifelur í sér innleiðingu á Business Central og á helstu sérkerfum Rue de Net fyrir Business Central, þar á meðal nýjustu viðbótina við sérlausnir Rue de Net, tollakerfi og vöruhúsakerfi með handtölvulausn frá Edico ásamt […]
by Karólína Ösp Pálsdóttir 22 Oct, 2021
Rue de Net er Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo fjórða árið í röð! Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu og viljum óska starfsfólki okkar til hamingju með þennan flotta árangur. Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á þeirra framlagi og dugnaði ár eftir ár. Í 12 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og […]
by Karólína Ösp Pálsdóttir 14 Oct, 2021
Rue de Net er Fyrirmyndar fyrirtæki í rekstri árið 2021, fjórða árið í röð! Viðskiptablaðið í samstarfi við Kelduna gaf út blaðið Fyrirmyndarfyrirtæki í dag og eru aðeins 2,2% fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla ströng skilyrði til þess að komast á lista Fyrirmyndar fyrirtækja í rekstri 2021. Fyrirtækin þurfa að hafa skilað ársreikningi og uppfylla […]
by Karólína Ösp Pálsdóttir 23 Sept, 2021
Áhugavert og fróðlegt viðtal í sérblaði Fréttablaðsins,  Upplýsingatækni, við Karl Einarsson þjónustustjóra Rue de Net um skýið, framtíðina og allt þar á milli.   Lengi hefur tíðkast að geyma tölvur sem keyra ýmiss konar hugbúnað í tölvuskápum. Með nýjum og breyttum tímum færist nú í aukana að hýsa hugbúnað í skýi og hefur skýið sótt gríðarlega […]
by Karólína Ösp Pálsdóttir 01 Sept, 2021
Rue de Net kynnir Tollakerfi, nýtt sérkerfi fyrir Business Central í skýinu! Við erum afar stolt af því að vera með þeim fyrstu sem bjóða upp á Tollakerfi í skýinu en sífellt fleiri fyrirtæki eru að færa sig í skýið og því er nauðsynlegt að bregðast við þeirri eftirspurn. Tollakerfið er byggt ofan á nýjustu […]
by Karólína Ösp Pálsdóttir 29 Jun, 2021
Atlantsolía og Rue de Net hafa undirritað samning um innleiðingu á Business Central SaaS viðskiptakerfi hjá Atlantsolíu. Business Central SaaS er ahliða viðskiptakerfi í skýinu með sjálfvirkum uppfærslum, frábæru notendaviðmóti og hefur kerfið sannað sig sem eitt vinsælasta viðskiptakerfið hér á landi, t.d. hjá fyrirtækjum í framleiðslu, heildsölu, smásölu og dreifingu. Atlantsolía rekur 25 eldsneytisstöðvar, allar […]
fleiri færslur
Share by: